BjórvömbÞað er engin tilviljun að flestir íþróttamenn snerta ekki áfengi og að þjálfarar líta það hornauga. Æfingar eða íþróttir og áfengi fara einfaldlega ekki saman. Áfengisneysla, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma truflar nýmyndun vöðva. Alkóhólið truflar svonefnt mTOR ferli innan vöðva sem er lykilþáttur í vöðvauppbyggingu. Það hamlar sömuleiðis virkni IGF-1 vaxtarþáttarins og hefur áhrif á virkni lútínmyndandi hormóns sem stjórnar framleiðslu testósteróns. Eins og þetta dugi ekki til þá eykur alkóhól kortísol sem hefur niðurbrjótandi áhrif á prótín og bælir ónæmiskerfið. Mjög hófleg áfengisdrykkja, eitt eða tvö glös á dag hefur hinsvegar lítil áhrif á nýmyndun prótína hjá ungu fólki. Hugsanlega aukast áhrif alkóhóls í neikvæða átt þegar aldurinn fer að færast yfir.
(Nutrition & Metabolism, 11:26, 2014)