Það fer ekki á milli mála að kaffi er vinsælasti drykkurinn á plánetunni jörð. Fólki er engu að síður oft ráðlagt að draga úr kaffidrykkju eða jafnvel hætta henni alveg til þess að draga úr of háum blóðþrýstingi, laga svefnleysi eða draga úr magakvillum.
Kaffi getur haft neikvæð áhrif á þessi atriði og því er margir læknar sem mæla gegn kaffidrykkju. Japanskir vísindamenn hafa þó sýnt fram á að kaffi dregur úr hættunni á ristilkrabbameini um 50%. Gerð var rannsókn á 30.000 manns sem sýndi fram á þetta. Nóg var að drekka einn bolla af kaffi til þess að draga úr hættunni á ristilkrabbameini. Það að drekka umfram það virtist ekki veita aukna vernd.
Talið er að frjálsar rafeindir í kaffinu séu skýringin á þessum eiginleikum sem kaffið hefur í för með sér. Einnig er hugsanlegt að eitthvað í lífsstíl kaffidrykkjumanna dragi úr hættunni á ristilkrabbameini.
(Mainichi Daily News)