mjolk, milk, glas,Mikil aukning hefur orðið á neyslu skyrs á undaförnum árum. Ekki kæmi á óvart þó rekja mætti þessa aukningu til þess að stór hópur fólks er farinn að líta á skyr sem hollustuafurð og aðgengi að skyri er orðið mun betra í dag en var fyrir örfáum árum. Skyr hefur þá sérstöðu að vera prótínríkt og sé ekki búið að bæta sykri út í það í miklu magni er það mjög holl fæða. Við Íslendingar erum því öfundsverðir af að hafa þessa sérstöku vöru þar sem víðast erlendis er skyr óþekkt fyrirbæri.