Ákveðið hefur verið að keppt verði í unglingaflokki í formfitness kvenna  á Íslandsmóti IFBB í fitness sem haldið verður um Páskana á Akureyri. Keppendur sem eru yngri en 21 árs flokkast sem unglingar og er miðað við afmælisdag.
Ástæður þess að boðið er upp á keppni í unglingaflokki er að það auðveldar yngri keppendum að hefja keppni í þessari skemmtilegu íþróttagrein án þess að þurfa að byrja á að keppa í harðri samkeppni við fullorðinsflokkana.
IFBB heldur heimsmeistaramót unglinga á hverju ári í formfitness og er næsta heimsmeistaramót fyrirhugað um miðjan júní í Póllandi. IFBB fitness hér á landi hefur rétt til þess að senda keppendur á það mót ef aðstæður leyfa.
Sendið tölvupóst á ifbb@fitness.is ef óskað er eftir frekari upplýsingum. Einnig er velkomið að hringja í Sigurð í síma 8985266 eða 4625266.