Kaffi og heilsufæði er ekki oft nefnt í sömu setningunni. Oftar en ekki hefur kaffi verið til umræðu vegna neikvæðra áhrifa þegar fengið er full mikið af því góða. Kaffi inniheldur steinefni og sindurvara sem stuðla að heilbrigðum efnaskiptum. Kaffi inniheldur líka koffín sem virkar örvandi. Rannsókn sem sem gerð var í Þýskalandi af Kerstin Kempf gefur til kynna að kaffidrykkja dragi úr bólgum og auki „góða“ kólesterólið (HDL) í blóðinu sem aftur draga úr hættunni á hjarta- og kransæðasjúkdómum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni hættu að drekka kaffi í einn mánuð, drukku síðan fjóra bolla á dag næsta mánuð og átta bolla þriðja mánuðinn. Samkvæmt blóðmælingum höfðu bólgur minnkað um 18% og „góða“ kólesterólið aukist um 8% eftir því sem kaffidrykkjan jókst. Kaffidrykkjan virtist líka auka magn sindurvara sem vernda frumur gegn svonefndum frjálsum rafeindum. Kaffið hafði hinsvegar engin áhrif á blóðsykur.

(American Journal Clinical Nutrition, 91: 950-957, 2010)