Nafn: Jóhanna Kristín Elfarsdóttir
Fæðingarár: 1992
Bæjarfélag: Selfoss
Hæð: 164
Þyngd: 55
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -168
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/johanna.k.elfarsdottir
Atvinna eða skóli: World Class

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Áhuginn fyrir líkamsrækt. Langaði að gera eitthvað meira með það áhugamál, sýna hvað maður er búinn að vinna fyrir og reyna setja sér markmið og toppa sjálfan sig. Og mikilvægast af öllu, að hafa gaman af þessu.

Keppnisferill:

Tók þátt í Íslandsmótinu 2013

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Prótín.is og Sólbaðstofan Sælan

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Utan keppnistímabilsins lyfti ég 5-6 daga vikunnar og er ekki að brenna mikið. 12 vikum fyrir mót bæti ég inn 20-30 mín brennslu eftir lyftingaræfingu og auka brennslu um morguninn eða kvöldið, fer eftir því hvernig vinnutíminn er. Áherslurnar hafa mest verið að stækka axlir og rass.
Mán: axlir+tvíhöfði
Þri: fætur
Mið: bak
Fim: rass
Fös: axlir-þríhöfði
Lau: hamstring+rass

Svo tek ég HIIT brennslu eftir æfingar, það er lang besta það sem þú getur gert fyrir fitubrennslu.

Hvernig er mataræðið?

Mataræðið í niðurskurði er frekar einhæft en oft hægt að gera það spennandi og skemmtilegt ef maður er hugmyndaríkur. Það samanstendur af höfrum, eggjum, möndlum, kjúkling, ýsa, lax, sætum kartöflum og salati.
Ég byrja daginn á því að fá mér góðan hafragraut, en það er uppáhalds máltíðin mín. Í grautinn set ég 40gr haframjöl, 1 skeið mysuprótín, nokkrar rúsínur og smá kanil, bæti svo vatni við og hita í öbba, fljótlegt og ótrúlega gott. Stundum finnst mér gaman að gera prótein pönnsu úr þessu og þá set ég eggjahvítur í staðinn fyrir vatnið og hita á pönnukökupönnu, þá er þetta orðið aðeins meira spennandi og fjölbreytt. Í millimál fæ ég mér svo 2 egg og 10 möndlur. Hádegismaturinn er kjúklingabringa, sætar kartöflur og salat. Svo fæ ég mér ommelettu með grænmeti og klukkutíma fyrir æfingu fæ ég hafragraut aftur (preworkout meal). Ég fæ mér alltaf próteinskeið eftir æfingu, það er mjög mikilvægt ef þú vilt byggja upp vöðva. Kvöldmaturinn er svo fiskur eða kjúklingabringa og salat, ég reyni að fá mér lax tvisvar í viku, um daginn prufaði ég lúðu sem er líka feitur fiskur eins og lax hún var mjög góð. Fyrir svefn fæ ég mér svo mjólkurprótín sem er hægmeltandi og nærir vöðvana meðan maður sefur. Þetta borða ég fyrstu vikurnar í köttinu, rúmlega 1800 kcal á dag. En svo eru skammtar minnkaðir og breytingar þegar nær dregur mótinu.
Ég borða alltaf á tveggja tíma fresti, ef það líður lengra á milli getur blóðsykurinn fallið og grunnbrennsla líkamans lækkar.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Mysuprótín, mikilvægt bætiefni til að byggja upp vöðva.

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Ég tek mysuprótín, set það á hafragrautinn og eftir æfingar, mjólkurprótín á kvöldin fyrir svefninn. CLA töflur, tek tvær þrisvar yfir daginn. Uppáhaldið mitt er svo c-vítamín í freyðitöfluformi sem maður setur í vatn og bragðast eins og besti djús og svo fjölvítamín frá Vemma sem ég tek, mæli klárlega með því fann svo mikin mun þegar ég byrjaði að taka það. Ég hef verið að taka glútamín þrisvar yfir daginn, og kreatín eftir lyftingaræfingu. Fyrir svefninn tek ég líka ZMA töflur en það eru magnesíum töflur, það hjálpar manni að slaka á og maður sefur svo vel. Ég er að taka brennslutöflur fyrir æfingar og á æfingu nota ég amínósýrur.

Seturðu þér markmið?

Í niðurskurði er markmiðið náttúrulega að vera í sínu besta formi þegar maður stígur á svið. Það er langtíma markmiðið. En maður hugsar oftast bara sirka viku fram í tímann og setur sér eitthvað markmið fyrir næstu mælingu og leggur sig 110% fram við það.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Hversu langt maður er kominn að það er ekki þess virði að gefast upp ! Fólkið í kringum mig er líka duglegt að peppa mann í gang ef maður er eitthvað vælinn.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Nathalia Melo og Nicole Wilkins

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Karen Lind og Margrét Gnarr

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Britney Spears – Work Bitch
Blake Lewis – Your Touch
Rihanna – Monster
Avicii – Wake me up
Disclosure – You and me (Flume remix)

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Það er rosalega mikilvægt að hafa þjálfara, sem veit hvað hann er að gera og hefur reynslu af því að þjálfa fyrir fitness keppni. Alltaf að hlusta á líkamann! Ferlið er svolítið erfitt, en það á alls ekki að vera leiðinlegt. Njóta og hafa gaman og ekki gleyma því.