Karen Gunnarsdóttir
Karen Gunnarsdóttir

Nafn: Karen Gunnarsdóttir
Fæðingarár: 1993
Bæjarfélag: Hafnarfjörður
Hæð: 161
Þyngd: 56
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: www.facebook.com/karenlitla
Atvinna eða skóli: Naglafræðingur

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?:

Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir, var að æfa frjálsar í 4 ár en hætti vegna meiðsla, og fannst því tilvalið að fara æfa fyrir keppni eins og þessa. Finnst frábært að gera farið í ræktina og ennþá stefnt að einhverju.

Keppnisferill:

Mitt fyrsta mót verður Íslandsmótið 2014.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Snyrtistofan Makeover Og Glamúr Hársnyrtistofa. Þær sjá um mig frá toppi til táar svo að ég líti vel út.

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Ég nota CLA 3 x á dag, morgna, hádegi og kvölds. Prótín frá Perform 2-3 x yfir daginn. Glútamín.

Seturðu þér markmið?

Að fara ánægð á sviðið og njóta mín, nota fyrsta mótið sem reinslu til að gera betur á komandi mótum (:

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Ég reyni að taka bara einn dag í einu og fara ekki fram úr sjálfri mér, en á erfiðum dögum reyni ég bara skoða myndir af fólki sem er að stefna að því sama, hugsa jákvætt og minna mig á afhverju ég er að þessu.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Amanda Latona t.d.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Ætli það sé ekki Hún Margrét Gnarr. Ég var farin að fylgjast með henni og fannst hún svo flott og síðan varð hún heimsmeistari og þá varð ég ennþá meira spennt fyrir sportinu. Hún sýndi að allt er nu hægt.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Hip hop

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Gerðu þetta fyrir þig og muna að brosa 😀