Fitnessfréttir 2.tb..2014Nýjasta eintak Fitnessfrétta er komið á vefinn. Að þessu sinni er aldrei þessu vant karlmaður á forsíðunni. Ýmsir módelfitnesskeppendur hafa skartað forsíðuna á undanförnum tölublöðum en nú ber svo við að Jóhann Þór Friðgeirsson sem nýverið keppti í sportfitness á Íslandsmóti líkamsræktarmanna er á forsíðunni. Það var Arnór Halldórsson sem tók myndina. Efnislega hefur blaðið tekið breytingum að þessu sinni. Finna má fróðleg viðtöl við keppendur sem segja okkur frá mataræði og æfingakerfum. Fyrir utan viðtal við Jóhann Þór Friðgeirsson er spjallað við Arnór Hauksson og Karen Lind R. Thompson. Komið er víða við í efnisvali og tekið á ýmsum málum sem eflaust þykja áhugaverð fyrir áhugafólk um líkamsrækt.

Blaðið kemur úr prentun á föstudag og mun þá fara í dreifingu í æfngastöðvar, en nú þegar er hægt að lesa það á vefnum.

Endilega deila og læka sem víðast á Facebook. Það hjálpar okkur að breiða út boðskapinn.