Ráðlagður dagsskammtur prótíns er breytilegur eftir því hver á í hlut. Prótín er undirstaðan í vöðvauppbyggingu og er að finna í fæðunni sem við borðum sem og bætiefnum. Í fæðunni er prótín helst að finna í fiski, kjöti og mjólkurvörum. Í gegnum tíðina hefur ráðlagður dagsskammtur prótíns breyst, en almennt er viðurkennt í dag að íþróttamenn og þeir sem leggja áherslu á vöðvauppbygginu þurfa meira prótín en almennt gerist. Meðalmaðurinn þarf innan við eitt gramm af prótíni fyrir hvert líkamskíló, líklega í nágrenni við 0,8 g. Flestir vísindamenn sem sinna næringarfræðirannsóknum telja að íþróttamenn sem æfa mikið þurfi um tvö grömm af prótíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar.

Íþróttamenn hafa greinilega mikla trú á prótíni þar sem þeir telja sig flestir þurfa meira en ráðlagðan dagsskammt. Í könnun sem gerð var meðal 42 íþróttamanna sem stunda styrktarþjálfun voru þeir beðnir um að velja á milli sex mismunandi matarlysta sem innihéldu mismikið prótín. Þeir áttu að velja þann matseðil sem þeir töldu að hentaði þeim helst. Að meðaltali vildu þeir fá um 2,4 g af prótíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar á dag.

(Journal International Society Sports Nutrition 8:9, 2011)