Ef ristað fransbrauð með sultu er í uppáhaldi hjá þér ættirðu að breyta til. Samkvæmt fréttabréfinu International Journal of Cancer eru sjúklingar sem hafa borðað reglulega hvítt brauð tvöfalt líklegri til þess að fá nýrnakrabbamein heldur en þeir sem slepptu þessum kolvetnaríka kosti. Þú ættir því að forðast allt hvítt brauð og borða frekar gróft heilhveitibrauð eða rúgbrauð.