1. Fitnað eftir megrun
Það að skera verulega niður mataræðið hefur það í för með sér að efnaskipti líkamans hægja verulega á sér. Þegar hætt er í megruninni og byrjað að borða tekur líkaminn sérstaklega vel við sér og á auðveldara með að fitna aftur. Ekki einungis jafn mikið og fyrrum ástand sagði til um heldur enn meira. 

Af þessum sökum borgar sig að minnka við sig matinn hægt og rólega en ekki taka stór stökk. Einnig getur borgað sig að taka nokkra daga inn á milli sem eru á venjulegu fæði. 

2. Borðað á kvöldin
Eirðarleysi segir oft mest til sín á kvöldin. Því fylgir að þegar horft er á sjónvarp eiga menn það til að koma sér upp þeim ávana að borða fyrir framan sjónvarpið. Ef mikið er borðað stuttu áður en farið er að sofa nýtist sá orkuforði til lítils annars en af fara í fituforðann. Gerðu það að reglu að borða ekki á meðan þú lest eða horfir á sjónvarp. Einnig ætti að setja sér reglu um að borða ekki stórar máltíðir eftir kvöldmat. Ef ætlunin er að losna við nokkur aukakíló er jafnvel skynsamlegt að borða mest fyrri hluta dagsins og minna þegar nær svefninum dregur. 

3. Aleinn heima
Það að vera einn heima bíður ýmsum hættum heim. Í fyrsta lagi þýðir það að þú ert einn heima með ísskápnum. Talsverð hætta er á að menn eyði tímanum með því að narta í eitthvað ef þeir hafa ekkert fyrir höndum. Best er að sjá til þess að lítið eða ekkert sé til af ruslfæði í ísskápnum en að það sé hins vegar til eitthvað af fitulausu fæði. Að sjálfsögðu er best að drífa sig út í göngutúr í stað þess að sitja heima og stara á ísskápinn. Ef börn eru á heimilinu er um að gera að drífa þau með út að ganga. 

4. Fitnað eftir giftingu
Nýleg könnun bendir til þess að konur fitni talsvert fljótlega eftir giftingu. Það getur verið allt frá tveimur kílóum upp í fimmtán. Sennilega er það til komið vegna þess að eftir giftinguna leggja konurnar líkamsrækt á hilluna að einhverju leiti og eyða meiri tíma með nýbökuðum eiginmanninum. Betra væri þó að drífa hann með sér út að trimma eða á æfingastöðina heldur en að skiptast á sætindabitum yfir kertaljósi í óhófi.