Margar æfingaáætlanir gera ráð fyrir að sá sem æfir finni sinn hámarkspúls og æfi á tilteknu hlutfalli hans í tiltekinn tíma. Hlauparar stilla áreynsluna á hlaupaæfingum oft út frá hámarkspúlsi og sama er að segja um marga aðra íþróttamenn. Formúlan sem menn hafa gjarnan notað er að draga aldur frá tölunni 220. 25 ára maður væri því með áætlaðan hámarkspúls við 195 (220-25=195). Fjöldi vísindamanna sem gera mikið af þolrannsóknum á fólki á hlaupabrettum hafa hinsvegar séð að þessi formúla er léleg til þess að segja til um hámarkspúls.

Dr. Hirofumi Tanaka og félagar við Háskólann í Colorado í Boulder greindu 351 könnun sem fólu í sér tæplega 19.000 einstaklinga. Niðurstaðan varð sú að þeir fundu nýja formúlu sem á að geta sagt til um hámarkspúls. Hún er: 208 – 0,7 x aldur. Með þessari formúlu er 25 ára maður með hámarkspúlsinn 190. Sextugur ætti að hafa hámarkspúlsinn 166 í stað 160. Vísindamennirnir bentu á að gamla formúlan ofreiknaði hámarkspúls í ungu fólki en vanreiknaði hann í eldra fólki. Líklegt þykir að flestar fagstofnanir komi til með að samþykkja þessa nýju formúlu og nota hana sem staðal. (J. Am. Coll. Cardiol. 37: 153-156, 2001)