EG7_3830Hvenær er best að borða fyrir æfingu eða keppni?

Ef borðað er of stuttu fyrir æfingu getur mönnum liðið illa. Ef of langt líður á milli málsverðar og æfingar geta menn hinsvegar orðið svangir og fengið svimaköst. Læknarnir Dawn Maffucci og Robert McMurry við Háskólann í Norður Karolínu rannsökuðu áhrif þess að borða annað hvort sex eða þremur tímum fyrir þolpróf á hlaupabretti sem stóð í 30-40 mínútur. Íþróttamenn höfðu meira þol og þurftu síður að treysta á fituforðann þegar þeir borðuðu þremur tímum fyrir æfinguna en ef lengra var liðið. Skilaboðin sem fólust í þessari rannsókn voru þau að ekki borgi sig að bíða of lengi með að æfa eftir máltíð því annars þarf að treysta á orkuforðann. Það hentar ekki íþróttamönnum en þeir sem ætla að losna við aukakílóin þurfa síður að hafa áhyggjur af því. Þeir vilja losna við aukaforðann og ættu því að láta líða góða stund á milli máltíðar og æfingar.

(International sports journal and Exercise Metabolism 10: 103, 2000)