HrísgrjónNokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að hrísgrjónaát í miklum mæli tengist aukinni hættu gagnvart sykursýki. Þetta var ekki raunin hjá fólki sem býr á suður Spáni. Í stórri sex ára rannsókn á fólki sem býr í Pizarra kom í ljós að 12% þeirra sem borðuðu hrísgrjón tvisvar eða þrisvar á viku fengu sykursýki þegar 20% þeirra sem borðuðu hrísgrjón einu sinni í viku. Mataræði fólks á Spáni er ekki endilega sambærilegt við okkar sem búum jafn norðarlega og á Íslandi eða öðrum ameríkaniseruðum löndum hvað mataræði varðar. Spánverjar borða margir svonefnt Miðjarðarhafsmataræði sem samanstendur af mögru kjöti, fiski, ólífuolíu, hnetum, berjum og rauðvíni. Fjöldi rannsókna hafa bent til að Miðjarðarhafsmataræði dregur úr líkunum á hjarta- og kransæðasjúkdómum sykursýki og hjartaáfalli. Hugsanlegt er að hrísgrjón til viðbótar við íslenskt mataræði hafi önnur áhrif á íslendinga en spánverja. Það þarf að horfa á heildarmyndina.

(Clinical Nutrition, 32: 481-484, 2013)