MjólkMjólkurprótín í mjólk skiptist í ostprótín sem einnig nefnist kasínprótín sem er um 74–80%, og mysuprótein. Mjólkurprótínin innihalda allar amínósýrur sem teljast lífsnauðsynlegar manninum (þær sem hann framleiðir ekki sjálfur) og fyrir vikið er mjólk fyrirmyndar uppspretta fyrir mysu- og ostprótín og hentar því líkamsræktarfólki mjög vel.

Franskir vísindamenn undir forystu Rachel Boutrou lýstu ferlinu sem mjólkurprótín fara í gegnum meltingarveginn. Mysuprótín meltist frekar hratt. Það er farið í gegnum magann innan þriggja tíma frá neyslu á meðan ostprótínið er helmingi lengur að fara sömu leið. Þessi mismunandi meltingarhraði þessara prótíntegunda hentar líkamsræktarfólki afar vel þar sem mjólkin býður bæði upp á hrað- og hægmelt prótín.

Þegar mjólkin hefur frásogast í meltingarkerfinu myndar hún efni sem lækka blóðþrýsting og fyrirbyggja kekkjamyndun blóðsins. Í mjólk eru efni sem kallast oligosakkaríð sem hafa í för með sér mikilvægt hráefni fyrir örverur í meltingarveginum sem hafa áhrif á meltingu og áhættu gagnvart hjartasjúkdómum og sykursýki og hafa einnig reynst hafa áhrif á vellíðan og skap.

(American Journal Clinical Nutrition, 97:1161-1162, 2013; 97: 1314-1323, 2013)