Rannsókn sem staðið hefur í 21 ár og framkvæmd er af James Fires við Stanford Háskólann hefur sýnt fram á að hlauparar eru 38% heilbrigðari en meðal-Jón. Rannsóknin nær til 284 hlaupara og 156 manns sem eru í samanburðarhópi.Til þess að mæla heilbrigðið var miðað við staðlaðan spurningalista sem metur heilsu og hreyfigetu. Við lok rannsóknarinnar höfðu 34% einstaklinga í samanburðarhópnum látist, en einungis 15% hlaupara. Rannsóknin hófs á áttunda áratugnum þegar skokk var að komast í tísku. Á þeim árum voru margir heilsu-fræðingar sannfærðir um að hlauparar myndu þurfa að kljást við ýmis bæklunar- eða stoðkerfisvandamál síðar á lífsleiðinni. Rannsóknin sýnir hinsvegar fram á þveröfugt. Bæði hlauparar og ekki-hlauparar verða með aldrinum hreyfihamlaðir á einhver máta, en hlauparar mun seinna en hinir. Þegar á heildina var litið varðveittu hlauparar hreyfigetu sína 16 árum lengur en samanburðarhópurinn. Sama rannsókn sýndi sömuleiðis fram á að gigtartíðni jókst ekki meðal þeirra hlaupara sem hlupu reglulega í 20 ár eða lengur. Þessi langtímarannsókn sýnir svo sannarlega að þolæfingar eru hinn sanni æskubrunnur.

(Útdráttur úr Internal Medicine, 168: 1638-1646, 2008; American Journal Preventive Medicine, vefútgáfa 11. júní 2008)