HnebeygjaiStock_000006828567SmallBæklunarskurðlæknar framkvæma gríðarlegan fjölda aðgerða á hné á ári hverju hér á landi til að laga liðþófa í hnénu. Slitið brjósk í hné getur valdið skertri hreyfigetu, sársauka og stífleika. Rannsókn sem gerð var í Finnlandi sýndi fram á að 12 mánuðum eftir aðgerð er virkni hnjáliða og sársauki í þeim svipaður hjá þeim sem hafa farið í aðgerð til að gera við brjóskið og þeirra sem fóru í gerviaðgerð. Þeir sem höfðu farið í skurðaðgerðina fundu fyrir minni sársauka til að byrja með en munurinn á þessum tveimur hópum hvarf þegar ár var liðið frá aðgerð eða gerviaðgerð. Miklar deilur hafa sprottið upp um þessar niðurstöður erlendis, ekki síst í ljósi þess að um er að ræða dýrar aðgerðir sem kosta þjóðfélagið mikið en líka vegna þess að rannsóknin tók fyrst og fremst til fólks sem fór í aðgerð vegna hrörnunar á brjóskinu en ekki vegna meiðsla. Gildi þessarar niðurstöðu þykja því ekki endilega eiga við um ungt fólk og íþróttamenn.
(New England Journal Medicine, 369: 2515-2524, 2013)