Það getur verið ergilegt að horfa á næsta mann með skorinn maga og í flottu formi, raða í sig hamborgurum og eplabökum og fleira gómsæti, sérstaklega ef þú ert í þeim flokki að fitna við það eitt að horfa á mat. Spurningin er hvort það séu genin sem ráði því hvort þú lítir út eins og súpermódel eða Moby Dick. Vísindamenn eru ekki á einu máli um þátt gena í því hversu feitir menn verða. Sumir sérfræðingar halda því fram að genin ráði um 25% af tilhneigingu einstaklings til að verða feitur en aðrir að hlutfallið sé um 75%. Gagnrýnendur genakenningarinnar velta fyrir sér hvernig það standi á því að tíðni offitu hafi aukist svona mikið á undanförnum árum og benda á að tíminn sé ekki nægur til þess að verulegar genabreytingar hafi átti sér stað. Þeir sem styðja genakenninguna segja að genin ráði miklu um það hvernig við bregðumst við umhverfi okkar, mataræði og æfingum. Ef þú ert með fitugen og stundar skyndibitastaði, þá verður þú feitur. Sem betur fer hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að þú getir grennst með réttu mataræði og æfingum þrátt fyrir það að hafa fitugen. 

(eFit.com 31 maí, 2000.)