Armbeygjur

Einhver kynni að halda að gömlu góðu armbeygjurnar væru úreltar nú á tímum glæsilegra tækja og tóla í æfingastöðvum. Þessi æfing er hinsvegar örugglega vanmetin, því hún tekur vel á axlir, tvíhöfða, þríhöfða, framhandlegg, maga, bak og fætur. Eina áhaldið sem þörf er á er þyngdarlögmálið og eigin líkamsþyngd. 
Æfingin er gerð rétt með því að halda líkamanum beinum. Maginn og bakið eiga ekki að síga niður í lyftunni og hendurnar eiga að vera beint undir öxlunum. Byrjaðu á að gera 10 endurtekningar og fjölgaðu lotunum og endurtekningunum jafnt og þétt.