konaadhlaupaSá misskilningur hefur gengið undanfarin ár að menn brenni jafn miklu á göngu eins og á hlaupum sé um sömu vegalengd að ræða. Þannig halda sumar þjálfarabækur því ranglega fram að með því að ganga 5 km sé verið að brenna jafn miklu og þegar hlaupið er 5 km vegna þess að það taki lengri tíma að ganga og þannig sé mismunurinn enginn þegar upp er staðið.Hið rétta er að hlaupin brenna talsvert fleiri hitaeiningum. Á göngu er annar fóturinn ávalt í snertingu við jörðina, en á hlaupum ertu svífandi eða stökkvandi yfir jörðinni sem krefst þannig mun meiri orku. Fyrir utan það að það að halda sér á lofti eins og gert er á hlaupum, þá auka hlaupin efnaskiptahraðann mun meira en gangan og vöðvahitinn verður meiri. Allt kallar þetta á meiri brennslu sem einnig endist lengur yfir daginn heldur en ef einungis var gengið.

Hægt er að nota eftirfarandi formúlu til þess að meta gróflega muninn á brennslu við göngu og á hlaupum.

Brennsla á hlaupum per km: 1,19 X líkamsþyngd

Brennsla á göngu per km: 0,84 X líkamsþyngd