Hér á fitness.is hafa birst óteljandi myndir með greinum í gegnum tíðina. Það gengur misvel að safna þeim saman þar sem vefsíðukerfi hafa tekið miklum breytingum frá 1994. Fitness.is varð til 1999, en frá tíma html hafa þrjú vefsíðukerfi verið notuð og vonandi er kerfið sem í gangi í dag komið til að vera. Hér á eftir eru myndir úr ýmsum áttum sem full ástæða er til að varðveita. Hugsanlega finna einhverjir gamlar myndir af sjálfum sér þarna.