Hnébeygjur eru óumdeildar sem ein besta alhliða æfingin sem hægt er að gera fyrir heildarstyrk. Hnébeygjur eru hinsvegar ekki einangrandi æfing ef svo má segja þar sem hnébeygjan tekur á marga af stærstu vöðvahópum líkamans. Fótabekkur fyrir framan getur hinsvegar einangrað lærvöðvana mun meira og tekið á svæði sem hnébeygjan á erfitt með að einangra. Hægt er að mæla átak vöðva með sérstakri rafsegulmælingu, en í slíkum mælingum hafa æfingar sem taka lengstan tíma í hverri endurtekningu reynst taka mest á. Fótabekkur fyrir framan er ein af þeim æfingum sem hægt er að gera þannig að hún einangri lærin sérstaklega. Hafðu í huga að ef þú getur gengið eðlilega eftir síðustu lotuna í fótabekknum, hefurðu ekki lagt þig fram.
(Med. Sci Sports Exerc,., 33: 1713-1725,2001)