Hitaeiningalágt mataræði truflar heilastarfsemina óháð því hversu hátt hlutfall kolvetna er í mataræðinu. Heilinn getur eingöngu notað kolvetni (glúkósa) sem orkugjafa. Hann getur ekki geymt kolvetni og er ófær um að nota prótín (amínósýrur) sem orkugjafa.

EG8_7323.jpg

Hann getur notað svonefnda blóð-ketóna sem myndast við óklárað niðurbrot fitu, en sú orka er ekki jafn heppileg og kolvetni. Sýnt var fram á það með rannsókn sem fór fram við Tuffs háskólann í bandaríkjunum að minnið versnaði hjá konum sem voru á kolvetnalitlu mataræði í samanburði við konur sem voru á hitaeiningalágu en jafnvægisstilltu mataræði gagnvart orkuefnunum (kolvetni, prótín og fita).
Minnið batnaði hjá konunum sem voru á kolvetnalágu mataræði þegar þær byrjuðu aftur að borða kolvetni en í rannsókninni kom í ljós að þær töldu sig vera í betra andlegu jafnvægi en þær sem voru á jafnvægisstilltu mataræði gagnvart orkuefnunum. Þær stóðu sig sömuleiðis betur í athyglisprófum.
Hitaeiningalágt mataræði truflar heilastarfsemina óháð því hversu hátt hlutfall kolvetna er í mataræðinu. Áhrif langvarandi hitaeiningalágs mataræðis á heilastarfsemina er ekki þekkt.
(Appetite, 52:96-103, 2009)