Þeir sem eru með mikið af þrígliseríðum í blóðinu eru flestir með of lítið af HDL kólesterólinu – sem er góða kólesterólið. Þrígliseríð eru blóðfitur sem ættu að vera á bilinu 50 til 115 mg/dL samkvæmt mælingum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við lækningamiðstöð Duke háskólans í Bandaríkjunum undir stjórn Westly Bailey sýndi fram á að ef sjúklingar sem voru með of mikið af þrígliseríðum í blóðinu (200-800 mg/dL) byrjuðu að borða fæðutegundir með lágt glýsemíugildi. Þegar talað er um lágt glýsemíugildi er átt við fæðutegundir úr jurtaríkinu sem samanstanda af flóknum kolvetnum og meltast hægar en þær sem samanstanda af einföldum kolvetnum og meltast hratt. Epli hefur lágt glýsemíugildi samanborið við gosdrykk sem hefur mjög hátt glýsemíugildi svo dæmi sé tekið. Sjúklingarnir í þessari rannsókn skiptu yfir í mataræði sem samanstóð af ávöxtum, grænmeti og korni og var sömuleiðis prótínríkt. Þeir sem fóru ítarlega eftir þessu mataræði sýndu mestu batamerkin í mælingum á þrígliseríðum.

(Journal Clinical Lipidology, 4: 508-514, 2010)