FitnessfréttirNýjasta eintak Fitnessfrétta er komið út. Hlaðið af efni um mataræði, æfingar, heilsu, keppnir og hvaðeina sem líkamsræktarfólki kann að þykja áhugavert. Fjallað er um fjölda nýrra rannsókna enda hafa Fitnessfréttir oft skúbbað uppgötvunum og framförum á sviði líkamsræktar og næringar í gegnum tíðina.

Það færist í vöxt að blaðið sé lesið á vefnum og við minnum á að lítið mál er að lesa það líka í símum og spjaldtölvum. Sjálft blaðið fer næstu daga í dreifingu í æfingastöðvar um allt land.

Á forsíðunni er Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson sem sömuleiðis er í viðtali í blaðinu. Forsíðumyndina tók Brynjar Ágústsson sem jafnframt heldur úti vefnum www.portrett.is