Woman trying hand to zipper her jeansLíkur sækir líkan heim segir einhversstaðar. Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar New England Journal birti könnun árið 2007 sem benti til að samskiptamiðlar stuðluðu að offitu. Vakin var athygli á að þeir sem eru feitir sæki sömuleiðis í félagsskap þeirra sem eru líka feitir. Offita sé því á vissan hátt smitandi. Fólk hefur tilneigingu til að sækja í félagsskap þeirra sem líkjast þeim sjálfum auk þess sem við verðum fyrir áhrifum af því fólki sem við eigum mest samskipti við. Samkvæmt nýlegri þýskri rannsókn hafa ákveðnir persónuleikar tilhneigingu til að fitna. Hvatvíst fólk sem fær hugdettur og framkvæmir hluti í hita augnabliksins er í meiri hættu á að fitna en annað fólk. Streita, hugsýki, þunglyndi, reiði, einbeitingarskortur, lítil fullkomnunarárátta og sjáfsmat er vísbending um tilhneigingu til að fitna hjá konum en ekki körlum. Mannblendið fólk sem sækir mikið í félagsskap annarra hefur frekar tilhneigingu til að fitna en annað fólk. Á það við um bæði karla og konur. Það ber þó að varast að fullyrða mikið um áhrif persónuleika á offitu. Stórt hlutfall þjóðarinnar er hrjáð af offitu og þar á meðal er að finna hina ýmsu persónuleika.
(Obesity Review, 16:32-63, 2015)