Á síðasta ári voru birtar margar rannsóknir sem sýndu fram á að fæðuuppbótardrykkir hjálpuðu fólki að léttast og viðhalda léttingunni. Við þær rannsóknir bætist nú rannsókn sem gerð var af Dr. Marion Flechter-Mors og félögum við Háskólann í Ulm í Þýskalandi og UCLA í Bandaríkjunum.Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru annað hvort settir á hitaeiningalítið mataræði eða venjulegt mataræði sem fól í sér tvo fæðuuppbótardrykki á dag. Fjórum árum síðar höfðu þeir sem fengu fæðuuppbótardrykkina lést um 8% af líkamsþyngd sinni en þeir sem voru á hitaeiningalitlu mataræði léttust einungis um 3% á þessum tíma. Þeir sem fengu fæðuuppbótardrykkina komu betur út úr blóðþrýstings- og blóðfitumælingum heldur en þeir sem voru einungis á hitaeiningalitlu mataræði. Fólki gengur greinilega betur að létta sig þegar það þarf ekki að hugsa. Það er mun auðveldara að drekka fæðuuppbótardrykk heldur en að þurfa að reikna út hitaeiningagildi máltíðar. Drykkirnir virðast því vera ágæt leið til þess að léttast og viðhalda léttingunni. (Obes Res 8: 399-402, 2000)