Fyrir nokkru síðan greindi ég frá mjög áhugaverðum rannsóknum á heimasíðu AST sem sýndu fram á að íþróttafólk gæti hagnast verulega á því að nota kreatín. Tvær algerlega óskyldar rannsóknir sem gerðar voru með 15 ára millibili sýndu fram á að kreatín gæti aukið vöxt á vöðvavefjum verulega. Einhverra hluta vegna virtist kreatínið auðvelda vöðvunum að vaxa mun betur. Ég aftur á móti benti á það á sínum tíma að þessar niðurstöður yrði að túlka með varúð. Önnur þeirra rannsakaði nýmyndun á vöðvafrumum í fóstri en hin fól í sér endurmyndun vöðvageira í sjúklingum sem voru með Duchaines sjúkdóminn. Þrátt fyrir að ljóst væri að inntaka kreatíns bæri árangur var ekki hægt að setja þetta í beint samhengi við hraust íþróttafólk sem stundar erfiðar æfingar.Á meðan kreatín heldur áfram að vera eitt vinsælasta fæðubótarefnið, og íþróttafólk heldur áfram að hljóta góðan árangur af, eru samt margir ,,sérfræðingar” sem enn efast um hvort kreatín sé virkilega að hafa svona öflug áhrif. Margir segja að sú aukning sem verður á styrk og afli sé aðeins vegna þess að líkaminn heldur í sér meira magni af vatni. Aftur á móti sá árangur sem við höfum orðið vitni að (og þá sérstaklega með Micronized Creatine) á bókstaflega þúsundum íþróttamanna víðsvegar um heiminn fær okkur til að trúa því að það býr meira á bak við inntöku kreatíns en virðist í fyrstu. Nú nýlega hafa nýjar uppgötvanir verið gerðar sem munu breyta því hvernig við lítum á inntöku kreatíns.Ný rannsókn á íþróttafólki staðfestir það að inntaka kreatíns eykur ekki aðeins styrk og afl heldur hefur hún einnig bein áhrif á að örva vöðvavöxt. Rannsóknaraðilar frá fjöldamörgum rannsóknastofum víðsvegar um heiminn staðfesta að sú aukning á vöðvamassa sem sést hjá þeim sem taka kreatín er bein afleiðing aukins hraða á vöðvavexti.Rétt inntaka kreatíns sameinuð með ákafri þjálfun eykur því vöxt á vöðvum mun betur en ef þjálfað er án þess að taka kreatín. Fyrr á þessu ári kom saman hópur vísindamanna frá ýmsum stofnunum í Belgíu. Þeir sameinuðu krafta sína til að gera rannsókn sem var öðruvísi en þær hefðbundnu rannsóknir sem gerðar hafa verið á kreatíni. Þessi rannsókn beindist að því hvort kreatín gæti aukið vöðvavöxt umfram það sem venjulega er hægt ef þjálfað er með þungum lóðum af miklum ákafa. Flestir sem hafa þjálfað í einhvern tíma vita að það er besta leiðin til að auka vöðvamassa á skömmum tíma. Þessi rannsókn var því mjög spennandi fyrir okkur því hún gat staðfest það sem við höfðum ætíð haldið fram varðandi æfingar og inntöku kreatíns.Belgíska rannsóknin í stuttu máli:Í rannsókninni voru teknir fyrir 25 hraustir menn sem allir voru settir á sama æfingarkerfið1. Sá hluti hópsins sem fékk kreatín innbyrti 21 gramm af kreatíni á dag í 5 daga (hleðsla) síðan fengu þeir 3 grömm á dag í viðhaldsskammt í 42 daga1. Rannsóknin var framkvæmd þannig að hvorki þátttakendur né þeir vísindamenn sem skoðuðu mennina fengu að vita hverjir fengu kreatín og hverjir fengu lyfleysu fyrr en að rannsókninni var lokið. Þetta gerir rannsóknina trúverðugri og óhlutdræga vísindalega rannsókn. Ólíkt öðrum rannsóknum var þessari beint sérstaklega að því hvort kreatín gæti aukið vöðvavöxt.Til þess að skera úr um það hvort vökvauppsöfnun ætti sér stað utan eða innan vöðvafrumna var notuð svokölluð „Bio-impedance spectroscopy“ aðferð sem getur greint nákvæmlega hvar vatnið er staðsett í vöðvanum2.Niðurstöður þessara rannsókna voru mjög áhugaverðar. Þær leiddu í ljós að sá hluti hópsins sem fékk ekki kreatín sýndi litla sem enga aukningu á vöðvamassa.Aftur á móti sá hluti hópsins sem fékk kreatín jók líkamsþyngd sína töluvert á aðeins sex vikum. Meirihluta aukningarinnar mátti rekja til aukins vatnsmagns innan vöðvafrumanna. Það að auka vatnsmagn innan vöðvafruma er nauðsynlegur þáttur í að auka vöðvavöxt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að með því að auka vatnsinnihald í vöðvafrumum er hægt að margfalda hraðann sem það tekur að byggja vöðva3. Önnur rannsókn sem gerð var í Pensylvaníu gaf einnig mjög skýra niðurstöðu.

 

Niðurstaða hennar var sú að þeir sem fengu kreatín virtust ekki aðeins auka stærð vöðvanna heldur framkvæmdu þeir einnig mun fleiri endurtekningar á æfingunum með þyngri lóðum. Þetta bendir sterklega til þess að vöðvarnir nái að aðlaga sig á mun skemmri tíma en hjá þeim sem ekki taka kreatín4.

 

Heimildir:1. M Francaux & JR Poortmans. Effects of training and creatine supplement on muscle strength and body mass. Eur. J. Appl Physiol. 80: 165-168, 1999.2. M Francaux, R Demeure, JF Goudemant & JR Poortmans. Effect of exogenous creatine supplementation on muscle PCr Metabolism. Int J. Sports Med. 21:139-145, 2000.3. D.Haussinger et al. Functional Significance of Cell Volume Regulatory Mechanisms. Physiol Rev. Vol78.No1:247-272. 1998.4. JS Volek et al. Performance and muscle fiber adaptations to creatine supplementation and heavy resistance training. Med.Sci.Sport Exerc. Vol 31.No8:1147-1156, 2000.