hlaupabretti2Því meira sem þú leggur þig fram við æfingarnar, því fleiri hitaeiningum brennirðu. Gallinn er sá að það getur verið sárt og kallað á álagsmeiðsli að hlaupa eða ganga mjög hratt í 20 – 60 mínútur án þess að hvílast. Algengt er að fólk fari á hlaupabrettið í 20 – 40 mínútur og hamist þar til það getur ekki meira, hvort sem það er af verkjum eða þrekleysi. Ef þetta er eitthvað sem þú kannast við skaltu prófa að breyta hraðanum oft. Skipta á milli hraðrar og hægrar göngu eða hlaupa. Þannig brennirðu fleiri hitaeiningum en ella, vegna þess að þú brennir mjög fáum hitaeiningum heima í rúmi sökum álagsmeiðsla, eða vegna þess að þú gefst upp á æfingunum. Hér er dæmi um ágæta gönguæfingu fyrir byrjendur. Stilltu hlaupabrettið á 1% halla. Hér að neðan er tafla sem þú getur notað til að prófa þig áfram með, en auktu síðan erfiðleikastigið eftir því sem þú kemst í betra form.

Tími – Göngulag – Hraði
5 mín Upphitun 5,5 km.klst 3 mín
Auktu hraðann 6,0 km klst. 2 mín
Kraftganga 6,5 km klst. 2 mín
Róleg ganga 5,5 km klst. 5 mín
Kraftganga 7 km klst. 2 mín
Róleg ganga 5,5 kk klst. 5 mín
Kraftganga 7 km klst. 6 mín
Hvíldarganga 5,5 km klst.