hrisgrjonPokarVið hneigjumst til að leita að einföldum lausnum á offitufaraldrinum sem herjar á landsmenn. Ef það er ekki einhver einn megrunarkúr sem tröllríður þjóðfélaginu þá er það einhver ein fæðutegund sem annað hvort á að borða mikið af eða ekkert af til að leysa vandamálið. Það væri auðvitað æskilegt en um leið ólíklegt að finna hina einföldu lausn. Kóreanskir vísindamenn sem rannsökuðu mýs komust að þeirri niðurstöðu að mýs sem fengu helming hitaeininga úr hrísgrjónum léttust og um leið batnaði blóðsykurstjórnun, insúlín og leptín í samanburði við mýs sem fengu fituríkt fæði. Hrísgrjón bættu blóðsykurstjórnun með því að hafa áhrif á orkubúskap líkamans í gegnum AMPK orkunema og flutninsefni sykurs í frumum (GLUT4). Í ljósi þess að rannsóknin er gerð á músum er ekki hægt að fullyrða að hún eigi við um menn.
(Nutrition, vefútgáfa 10. janúar 2014)