Vatnsinnihald á milli vöðvafrumna eykst í kjölfar átaka með lóðum og varir í að minnsta kosti 52 klukkutíma. Rannsókn sem gerð var við Kaupmannahafnarháskóla bendir til að stærð og vatnsinnihald lærvöðva breytist eftir annað hvort eina eða þrjár fótaæfingar. Svæðið sem stækkar mest er milliþráðasvæði vöðvans en það getur stækkað um allt að 13-16% og vatnsinnihald eykst um allt að 7%. Aukningin eða stækkunin var sambærileg óháð því hvort tekin var ein eða þrjár æfingar. Milliþráðasvæðið í kringum hnéskélina minnkaði hinsvegar um 14%.
(Scandinavian Journal Medicine Science Sports, vefútgáfa 15. desember 2013)