Bjórvambir verða sífellt algengari sjón. Það er auðvelt að innbyrða mikið magn af hitaeiningum í drykkjarformi og karlar um miðjan aldur virðast eiga auðvelt með að safna myndarlegri bjórvömb ef þeir drekka mikið af bjór.Sú er í það minnsta kenningin burtséð frá því hvort hin raunverulega ástæða fyrir vömbinni sé ofát á öllum sviðum. Það er reyndar svo að alkóhól truflar þyngdarstjórnun líkamans með því að hindra að fitufrumur séu notaðar sem orka. Ennfremur geta hitaeiningarnar í alkóhólinu auðveldlega orðið það margar að menn fitni. Í hverju grammi af alkóhóli eru 7 hitaeiningar og oft gera menn sér ekki grein fyrir því hversu mikla orku þeir eru að innbyrða þegar hún er í drykkjarformi.