Þú brennir fleiri hitaeiningum við æfingar en í hvíld. Það liggur í augum uppi. Því erfiðari sem æfingin er, því fleiri hitaeiningum brennirðu. Það góða við æfingar er að þú brennir hitaeiningum hraðar en venjulega, líka eftir að æfingunum er lokið. Í rannsókn sem gerð var við Georgia Southern Háskólann í Bandaríkjunum kom í ljós að efnaskipti jukust meira eftir að menn höfðu gert æfingar í tvær lotur og átta endurtekningar í níu æfingum á 85% álagi, heldur en þegar þeir gerðu sömu æfingar 15 endurtekningar á 45% álagi. Áður en þú ferð hinsvegar að sprengja þig með því að fara út í nýtt “ofur” prógramm, ættirðu að hugleiða það að þeir sem brenndu fleiri hitaeiningum voru einungis að brenna 10-15 fleiri hitaeiningum. Þetta kennir okkur það að sumt sem vísindamenn komast að í tilraunum sínum og sýnir að eitt sé betra en annað, skiptir þegar upp er staðið ekki miklu máli þegar horft er á hagnýtu hliðarnar.