Skattayfirvöld í Bandaríkjunum hafa brugðið til þess ráðs að veita þeim sem þjást af offitu skattaafslátt. Nýlega var offita skilgreind sem sjúkdómur þar í landi og þeir sem eru 15 kg of þungir miðað við kjörþyngd eða þyngri fá skattaafslátt ef þeir verða fyrir sérstökum útgjöldum vegna offitunnar. Það að verða feitur kostar sitt, því eitthvað kostar allur maturinn sem þurfti til þess að búa til öll aukakílóin. Ýmsar fleiri tillögur liggja á borðinu hjá þeim vestra, m.a. að verja meira fé til framkvæmda sem fá fólk til að hreyfa sig meira, gera hjólreiðastíga o.s.frv. Róttækustu tillögurnar fela í sér að leggja skatt á hitaeiningaríkan mat og banna skyndibitafæði í skólum.