Annir nútímans kalla á handhægt nesti. Við erum sífellt á hlaupum og eigum ekki alltaf auðvelt með að nálgast hollt nesti þegar á þarf að halda. Bananar eru tilvaldir til þess að grípa með þegar hlaupið er út um dyrnar á leið út í heiminn.

Þeir eru orkumiklir og hafa það fram yfir margan skyndibitann að vera mjög vítamínríkir. Við fáum ríboflavín, níasín, trefjar og kalíum sem er nauðsynlegt fyrir vöðvauppbyggingu. Íþróttamenn geta komið í veg fyrir sinadrátt í fótum með því að borða banana á hverjum degi vegna þess að kalíum dregur úr líkunum á sinadráttum. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á að kalíum dregur úr líkum á hjartaáfalli. Bananar sem eru kalíumríkir eins og áður sagði eru því tilvalið nesti í bæði næringarfræðilegu og handhægu tilliti. Gríptu því einn með þér á leið í vinnuna eða skólann á morgnana.

 

[srp widget_title=““ widget_title_hide=“yes“ post_date=“no“ category_include=“trekmeistarinn“ nofollow_links=“yes“ vf_home=“yes“ vf_allposts=“yes“ vf_allpages=“yes“ vf_allcategories=“yes“]