Síðastliðin 40 ár hafa egg verið litin hornauga í mataræðinu. Þau innihalda mikið af kólesteróli sem hefur verið talið eiga stóran þátt í hjartasjúkdómum og því hafa næringarfræðingar ráðlagt fólki að borða lítið af eggjum. Raunin er sú að nokkur hundruð rannsóknir benda allar til þess að kólesteról í mataræði hafi sáralítil áhrif á magn kólesteróls í blóði. Ein þekktasta rannsóknin sem gerð var á hjúkrunarfræðingum í Bandaríkjunum sýndi fram á að fólk sem borðaði minna en eitt egg á viku var í jafn mikilli hættu gagnvart hjartasjúkdómum og fólk sem borðaði meira en eitt egg á dag. 
Egg eru mjög næringarrík og innihalda mikið prótín, A, D og E vítamín, mangan, joð, járn, kopar kalk og zink. Þau innihalda einnig sindurvara sem berjast gegn frjálsum rafeindum sem eyðileggja frumuhimnur. 
(Food Prod. Mars, 2001)