Áhugi á Ginseng minnkar
Ginseng sem lengi hefur verið tekið inn af fólki í Austurlöndum og nú á síðustu árum á vesturlöndum hefur ekki komið vel út úr nýlegum rannsóknum á áhrifum þess á aukin afköst og minna stress. Fjöldi nýlegra rannsókna hafa ekki sýnt nein afkastaaukandi áhrif af Ginseng. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að innihald jurtanna á efnum sem eru skyld koffeini er mjög mismunandi og sumir talið mögulegt að það væru í rauninni þau efni sem væru völd af þeim áhrifum sem menn finna af Ginseng. Auk þess hafa komið fram á sjónarsviðið ýmsir drykkir sem innihalda Ginseng en margir þeirra innihalda óljóst magn þess og hvergi minnst á hverskonar Ginseng það er eða hvort það er staðlað. Því er rétt að gera ráð fyrir því að það sé algjörlega gagnslaust þar sem það sé bæði of lítið og ekki staðlað. Drykkirnir innihalda oft mikið magn koffeins sem veldur vægri örvun og það eru þau áhrif sem fólk finnur fyrir enda koffein í stórum skömmtum klárlega afkastaaukandi.