Háþrýstingur er alvarlegt heilbrigðisvandamál. Þegar blóðþrýstingur er mældur er í raun verið að mæla það hversu mikið viðnám er í vefjum og æðum líkamans gegn streymi vökva.Verði blóðþrýstingurinn mikill geta ýmsir sjúkdómar og kvillar fylgt í kjölfarið. Hjartaáfall, heilablóðfall, nýrnabilun ofl , eru meðal sjúkdóma sem fylgja of háum blóðþrýstingi. Taugakerfi ð sér um að hækka eða lækka blóðþrýsting þegar horft er til líðandi stundar. Ótal ytri þættir hafa áhrif á þá stjórnun. Þar af leiðandi hækkar og lækkar blóðþrýstingurinn eftir ytri aðstæðum eins og streitu, taugaæsingi ofl . Langtímastjórnun blóðþrýstings er hinsvegar að miklu leyti eitt af hlutverkum nýrnanna. Nýrun hafa mikið að segja um úrvinnslu salts og myndunar blóðvökva. Af þessum sökum skiptir saltneyslan miklu máli. Fólk á misjafnlega auðvelt með að vinna úr salti. Nýlega hafa vísindamenn uppgötvað og kortlagt genin sem eiga þátt í úrvinnslu á salti. Talið er að framtíðin feli það í sér að reynt verði að stjórna blóðþrýstingi með því að hanna lyf sem hafa áhrif á þessi gen. Þar til sú verður raunin ætti að skera niður salt í mataræðinu. Líkaminn þarf örlítið salt til þess að starfa eðlilega, en engin hætta er á því að nauðsynlegt magn fáist ekki úr mataræðinu. Frekar þarf að passa að það verði ekki of mikið. American Journal Physiology, 290:509-513, 2006