Health CareÞolæfingar skila góðum árangri sem forvörn gegn háþrýstingi hjá fólki sem er á mörkum þess að mælast með of háan blóðþrýsting. Æfingar almennt skila afar góðum árangri fyrir heilbrigði, útlit og lífsgæði. Um fjórðungur fólks er hinsvegar tregt til að sýna viðbrögð við æfingum og framfarir þess eru mun hægari en þeirra sem taka vel við sér.
Blóðþrýstingur í hvíld getur lækkað um 5-10% í kjölfar þolæfinga samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Toronto. Sama rannsókn sýndi fram á að þolæfingar lækka blóðþrýsting í hvíld hjá fólki sem er á mörkum þess að mælast með háþrýsting (slagbilsþrýstingur á milli 120 og 140 og þanbilsþrýstingur á milli 80 og 90). Góð lóðaæfing getur líka lækkað blóðþrýsting á hvíldartímanum eftir æfinguna og rannsóknin sýndi fram á mikla fylgni æfinga við lækkun blóðþrýstings að þeim loknum og langvarandi lækkun blóðþrýstings í hvíld. Æfingar koma þannig ekki í stað annarra úrræða heilbrigðiskerfisins við miklum háþrýstingi en skila engu að síður árangri.
(Medicine & Science in Sports & Excercise, 44:1644-1652, 2012)