fita, olía, Hlutverk D-vítamíns er mikilvægt þegar hárvöxtur er annars vegar, en það að taka D-vítamín gagnast ekki í þeim tilgangi að örva hárvöxt.
Sumir karlmenn byrja að missa hárið í kringum 20 ára aldur. D-vítamín og viðtakar þess í höfuðleðrinu eru mikilvægir fyrir hárvöxt og spila því stórt hlutverk í forvörnum gegn skalla. Hver og einn hársekkur myndar hár á ákveðnum tímabilum. Hársekkir mynda hár í tvö til sex ár og leggjast síðan í dvala í nokkra mánuði. Dvalartímabil hársekkjana getur orðið varanlegt hjá karlmönnum sem fá skalla. Þetta virðist vera raunin hjá karlmönnum sem skortir D-vítamín en því miður virðist ekkert benda til að það hjálpi að taka mikið magn af D vítamíni til þess að örva hárvöxtinn. Of mikið af D-vítamíni getur valdið nýrnavandamálum og stuðlað að uppsöfnun kalks í blóðinu.
(Wall Street Journal, 11 september 2012)