brain_heiliEitt besta meðalið gegn öldrun eru æfingar. Allt er betra en hreyfingaleysi. Rannsóknir sýna ítrekað að jafnvel mjög takmarkaðar æfingar hafa jákvæð áhrif á heilastarfsemina og seinka þeirri andlegu hrörnun sem margir upplifa þegar aldurinn færist yfir. Æfingar efla hugræna virkni og getu heilans til að læra, muna, hugsa og rökhugsa. Þær stuðlað að nýmyndun taugafrumna um allt taugakerfið. Með því að efla þessa mikilvægu líkamsstarfsemi eru æfingar að koma í veg fyrir meiðsli og hrörnunarástand sem eyðileggur taugafrumur. Talið er að æfingarnar hafi sveigjanleg áhrif á taugakerfið – það eigi auðveldara með að aðlagast ýmsum aðstæðum fyrir vikið. Áhrif æfinga á heilann, mænuna og taugar eru talin mikilvæg fyrir skynjun líkamans og hreyfigetu sem skiptir aldraða sem og aðra miklu máli. Við höldum einfaldlega lengur í æskuna með því að stunda æfingar fram í ellina sem kann að verða til þess að seinka eða fyrirbyggja sjúkdóma á borð við Alzheimer.
(New Scientist, nóvember 2013)