sterarVísindamenn sem rannsökuðu áhrif vefaukandi stera á taugafrumur í tilraunaglösum komust að því að ef magn stera í frumunum fór yfir það sem eðlilegt þykir fór heilbrigði taugafrumana að dala sem að lokum endaði með því að þær drápust. Vitað er að steranotkun raskar andlegu heilbrigði hjá sumum steranotendum sem bendir til að sterarnir hafi lífeðlisfræðileg áhrif á heilann. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja sýna að sterar hafi neikvæð áhrif á taugafrumurnar sjálfar.
(Frontiers in Cellular Neuroscience, 7: 69, 2013)