Margir halda að hægar, langar æfingar séu bestar til þess að brenna sem mestu og losna við aukakílóin. Það er skiljanlegt þar sem líkaminn notar aðallega fitu til brennslu þegar hann er í hvíld og þegar átökin eru undir 65% af heildargetu. Þetta er hinsvegar ekki svona einfalt. Í vandaðri Kanadískri rannsókn hefur komið í ljós að fólk sem æfir af hörku er grennra og losnar fljótar við aukakílóin en fólk sem æfir rólegri æfingar í lengri tíma. Það voru vísindamenn við Háskólann í Wisconsin sem komu þessum hlutum á hreint þegar þeir gerðu rannsóknir á rottum sem voru látnar stunda mismunandi æfingar. Það liggur semsagt fyrir að þú losnar fljótar við fituna með því að auka hraðann þegar þú hleypur, syndir, hjólar eða gengur.

 

(Med. Sci. Sports Exercs., 34: 1757-1756,2002)