Ákveðnar tegundir lita hafa verið bannaðar samkvæmt nýjum reglum hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna. Um er að ræða svokallaða skyndiliti sem hægt er að smyrja á líkamann og fjarlægja alveg að keppni lokinni (t.d. Dream Tan cream).

Keppendum verður óheimilt að nota þessar tegundir lita hér á landi sem og í öðrum keppnum erlendis í framtíðinni. Þetta var ákveðið á fundi í Maastricht á Evrópumóti karla fyrr á þessu ári.

Margir framleiðendur bjóða upp á langvarandi liti eins og Jan Tana „Ultra 1” eða „Pro Tan Figure and Fitness Kit” eða “Dream Tan Professional Self Tanning Spray”. Þau ætti frekar að nota.  

Undanfarin ár hefur þróunin orðið sú að keppendur hafa notað sífellt dekkri liti. Það er misskilningur að mjög dökkur litur sýni betur vöðvaskil. Gerðar voru tilraunir með liti á Evrópumótinu og sjá má nánari umfjöllun um litina í fréttabréfi Alþjóðasambandsins.

Meira um þetta í fréttabréfi Alþjóðasambandsins.