Fyrir fáum árum urðu svonefndir jafnvægisboltar og bretti vinsælir í líkamsræktarstöðvum. Þjálfun sem byggist á notkun þeirra hefur heitið ýmsum nöfnum eins og t.d. kjarnaþjálfun (core training) eða jafnvægisþjálfun.Æfingar með þessa bolta byggist á þeirri kenningu að líkaminn þurfi að nota fleiri vöðvaþræði en ella vegna þess að halda þurfi jafnvægi á meðan æfingarnar eru gerðar. Átök eru hinsvegar minni fyrir stóra vöðvahópa þegar halda þarf jafnvægi. Ef raunin væri sú að þessi æfingaaðferð þroskaði jafnvægi og stöðugleika í ákveðnum hreyfingum sem gagnaðist íþróttagreinum gæti hún bætt árangur og dregið úr meiðslum. Vísindamenn við Memorial Háskólann í Kanada komust að því eftir viðamiklar rannsóknir að hin ýmsu jafnvægistæki virkjuðu ekki fleiri vöðvaþræði í íþróttamönnum sem voru vanir tækja- og lóðaæfingum. Mæld var vöðvavirkni í kálfum, lærum, maga og hryggnum á meðan íþróttamennirnir stóðu á eða tóku hnébeygjur á Dyna Disc, BOSU bolta, jafnvægisbretti, Swiss bolta eða á gólfi. Einnig var mæld vöðvavirkni í neðri hluta líkamans við að gera æfingar á gólfi eða ruggandi Dyna Disc og við það að gera maga-uppsetur upp við vegg og maga-uppsetur eða BOSU bolta. Það var einungis við æfingar á óstöðugustu æfingatækjunum, Swiss bolta og jafnvægisbretti, sem meiri vöðvavirkni mældist. Ef vanir íþróttamenn eiga að hafa gagn af jafnvægisæfingum á áðurnefndum áhöldum þurfa þau að vera mjög óstöðug og krefjandi. Gera má ráð fyrir að fólk sem er ekki vant þessum, né öðrum æfingum muni hafa gott af því að stunda jafnvægisæfingar. Ekki vanir íþróttamenn hinsvegar nema a litlu leyti.
(Journal Strength Conditioning Research, 22: 1360-1370, 2008)