Grettir Ólafsson
Grettir Ólafsson

Nafn: Grettir Ólafsson
Fæðingarár: 1989
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 179
Þyngd: 78
Keppnisflokkur: Fitness karla, Vaxtarrækt karla að og með 80 kg
Atvinna eða skóli: Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Er alinn upp við kraftlyftingar og strong-man keppnir frá því að ég man eftir mér, leyfði mér að detta úr formi uppúr tvítugu en ákvað að koma mér aftur í form árið 2011.

Ári síðar tók ég þá ákvörðun að snúa mér að vaxtarrækt til að hafa eitthvað markmið með æfingunum mínum.

Ári eftir það tók ég þátt í mínu fyrsta móti sem var íslandsmótið 2013 fitness karla.

Nú ári seinna er ég að taka þátt í annað skipti og þá í vaxtarrækt.

Keppnisferill:

Íslandsmótið 2013 Fitness Karla, 5. sæti

Hvaða mót eru framundan?

Íslandsmótið núna 2014, eftir það sér maður til hvað maður gerir í sumar úti í LA þar sem ég bý.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég skipti reglulega um æfingakerfi til að halda mér ferskum, það hefur gengið vel fyrir mig, en grunn rútínan er að taka 6 daga í viku.
2 fótadaga (hamstrings og quads aðskilið).
2 brjóst(efri og neðri aðskilið að mestu).
2 Axlir og bak(framan á öxlum og hliðar og svo rear delt og meira bak fókusað).
Tvíhöfði og þríhöfði með brjóstum og öxlum.

Hvernig er mataræðið?

Verulega einfalt, hrúga í mig höfrum á morgnana, þurra með vatni. Eggjahræra í hádeginu, shake fyrir og eftir æfingu, svo kjúlli á kvöldin með grænmeti að vali.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Allt frá Optimum Nutrition

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Lýsi á morgnana, CLA með 3 máltíðum á dag, C4 pre-workout þar til núna 3 vikum fyrir mót þá PRE frá ON, amínósýrutöflur fyrir og eftir æfingu og ZMA á kvöldin fyrir svefn. 100% whey gold frá ON með glútamíni og Fitness Fiber(kreatíni langt fram að móti).

Seturðu þér markmið?

Einu markmiðin sem ég hef eins og er er að sjá hversu langt líkaminn leyfir mér að fara, hversu langt leifa genin mín mér að komast.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Að halda áfram að gera faðir minn stoltann, sem var mikill frömuður í lyftingarheiminum á Íslandi.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Jay Cutler, hann er bara of mikið legend.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Ætli maður segi ekki bara Maggi Bess

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Lets Be Friends – Manslaughter
Lets Be Friends – FTW
Noisia & The Upbeats – Dustup
Savant – Step Up Your Game

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Hugsa um sinn eigin árangur fyrst og fremst, græðir lítið á því að hugsa um aðra.