madur_lyfta_barbell_4845 x 3337Það er einskonar sígilt æfingakerfi að æfa þar til gefist er upp undir stönginni. Þessi aðferð hefur verið samferða slagorðinu „No pain, no gain“ en málið er að það er ekki nauðsynlegt að koðna niður undir stönginni til að ná árangri. Það voru John Sampson og félagar við Wollongong Háskólann í Ástralíu sem sýndu fram á þetta í rannsókn þar sem þeir báru saman ýmis æfingakerfi sem sum byggðust á að æfa að uppgjöf og önnur ekki. Rannsóknin sem stóð í 12 vikur sýndi fram á árangur allra sama hvaða æfingakerfi þeir notuðu. Einungis ein tvíhöfðaæfing var notuð til viðmiðunar og mælinga, en það skipti engu máli hvaða æfingakerfi var notað. Öll æfingakerfin skiluðu árangri. Þetta var lítil rannsókn sem byggðist á þátttakendum sem voru ekki þrautþjálfaðir íþróttamenn og því er erfitt að segja til um það hvort niðurstöðurnar megi heimfæra á vel þjálfað líkamsræktarfólk eða íþróttmenn í fremstu röð.
(Scandinavian Journal Medicine & Science in Sports, vefútgáfa 24 mars, 2015)