kona_stong_lyftaFlestar rannsóknir á áhrifum þess að stunda þolæfingar með, á undan eða eftir styrktaræfingum benda til að þessar ólíku æfingaaðferðir fari ekki sérlega vel saman. Líkamsræktarfólk sem vill komast í alhliða form vill þó helst fá svolítið af því besta úr báðum heimum. Það er því óhjákvæmilegt að taka þessi æfingaform saman fyrr eða síðar. Brasilísk rannsókn sýndi nýverið fram á að það skiptir máli í hvaða röð þetta er tekið. Það að fara á hlaupabretti eða þrekhjól á undan styrktaræfingum dró úr styrk og gæðum styrktaræfingana. Þrekhjólið reyndist verra en hlaupabrettið hvað það varðar. Best er að æfa styrk á undan þolæfingum. Japanskir vísindamenn hafa sýnt fram á í öðrum rannsóknum að það hafði betri áhrif á æðakerfi líkamans að taka þolæfingar á eftir styrktaræfingum.
(Journal Strength Conditioning Research, 29: 1077-1082, 2015)