Kreatínbætiefni auka árangur í íþróttum með því að auka innihald kreatín fosfats í vöðvum. Kreatín sem líklega er eitt vinsælasta bætiefnið meðal íþróttamanna í dag sýnir fram á árangur á örfáum dögum. Algengt er að taka svokallað hleðslutímabil þegar byrjað er að taka kreatín og draga eftir það úr magninu. 20 grömm af kreatíni á dag geta stóraukið magn kreatíns í vöðvavef á þremur til sjö dögum. Það er persónubundið hversu fljótt eða mikið árangurinn segir til sín en helst ræðst það af upphaflegu magni kreatíns í vöðvum og skammtinum sem er tekinn.
Undanfarið hafa bætiefna-framleiðendur einbeitt sér að því að finna efni sem eykur upptöku og nýtingu kreatíns. Það er til dæmis þekkt að með því að taka kreatín með glúkósa eykst ending kreatíns um 60% samanborið við að taka kreatín eitt og sér. Tarragon er jurt sem sumir hafa haldið fram að auki upptöku kreatíns. Rannsókn undir forystu Richard Kreider og Jonathan Oliver við Texas A&M Háskólann sýndi fram á að þrátt fyrir að Tarragon sé tekið hálftíma áður en kreatín er tekið eykst ending eða nýting kreatínsins ekki í samanburði við að taka eingöngu kreatín. Tarragon hefur undanfarið verið kynnt sem áhrifaríkt efni í bland við kreatín bætiefni, en svo reynist ekki vera.
(Journal International Society Sports Nutrition, 11:6, 2014)