Til þess að vita hversu mikið þú þarft að skera niður í mataræðinu til þess að léttast er ráðlegt að byrja á að skrifa niður allt sem borðað er í eina viku. Þannig er auðvelt að reikna út hitaeiningarnar sem verið er að borða á hverjum degi.Ef þú ert t.d. að borða að meðaltali 2000 hitaeiningar á dag er æskilegt að fara niður í 1500. Þannig ertu að borða 500 hitaeiningum minna en þú þarft til þess að viðhalda þyngd. Til þess að léttast um eitt kíló af hreinni fitu þarftu að brenna 7000 umfram-hitaeiningum. Það þýðir að það tekur þig 14 daga að léttast um eitt kíló af hreinni fitu. Fyrir konu væri þetta ekki ólíkleg tala, en persónubundið er hversu mikil brennslan er. Ef ætlunin er að léttast um 10 kg tekur það þar af leiðandi 20 vikur. Varast ætti að minnka hitaeiningarnar of mikið því það er ávísun á að missa þolinmæðina og klúðra mataræðinu.